Í lok september var skrifað undir nýjan stofnanasamning á milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Samningurinn felur í sér breytingu á launum hjúkrunarfræðinga, breytingu á greiðslu fyrir námskeið auk breytingar á greiðslu fyrir aukið starfshlutfall.
Breytingin á launasetningu kom til vegna ráðstöfunar fjármuna sem áður voru greiddir til hjúkrunarfræðinga í formi eingreiðslu vegna bókunar 3. Ekki var vilji meðal stjórnenda á HVE til þess að halda áfram með sérstaka eingreiðslu vegna bókunar 3 og eins var ekki vilji til að taka upp frammistöðumat líkt og Landspítali hefur framkvæmt sl. tvö ár. Þá var einnig tímabært að uppfæra texta og launasetningu í stofnanasamningnum til samræmis við þau laun sem raunverulega var verið að greiða.
Samningurinn gildir frá 1. september 2018 og kom launahækkunin til greiðslu 1. október. Samhliða þessu var greidd eingreiðsla til hjúkrunarfræðinga vegna fjármuna sem eftir stóðu úr bókun 3.
Launaröðun hjúkrunarfræðinga á HSN er því með eftirfarandi hætti eftir hækkunina:
Starfaflokkur | Launaflokkar | Laun m.v. fullt starf |
Hjúkrunarfræðingur A | 5:1 | 426.185 |
Hjúkrunarfræðingur B |
6:1 | 447.495 |
Hjúkrunarfræðingur C | 7:1 | 469.869 |
Hjúkrunarfræðingur D | 8:1 | 493.363 |
Sérfræðingsstarf |
10:2 | 557.199 |
Aðstoðardeildarstjóri |
10:2 | 557.199 |
Hjúkrunardeildarstjóri |
11:1-14:1 | 571.129 - 661.153 |
Stofnanasamninginn má finna í eftirfarandi tengli: https://www.hjukrun.is/library/Skrar-NeW/Kjarasvid/Stofnanasamningar/StofnanasamningurHVE2018