Hjukrun.is-print-version

Nýr stofnanasamningur við Krabbameinsfélag Íslands

RSSfréttir
2. október 2018

Í lok september var skrifað undir nýjan stofnanasamning milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Krabbameinsfélags Íslands. 

Megin markmið nýs stofnanasamning eru að samræma launasetningu starfamanna sem starfa hjá KÍ og greiða sömu laun fyrir sambærileg störf óháð því í hvaða stéttarfélagi viðkomandi starfsmaður er. 

Samningurinn felur í sér samræmingu á stofnanasamingum milli stéttarfélaga sem starfa hjá Krabbameinsfélagi Íslands, upppfæslu á texta samnings og aðlögun á launasetningu að raunverulegri launasetningu hjá félaginu.  Samingurinn felur í sér breytingar á starfsheitum, breytt ákvæði um menntun og mat á starfsaldri, auk nýrra ákvæða um markaðsálag, hæfni og frammistöðu, britingar og tímabundna þætti.  Mismunandi breyting varð á launasetningu samkvæmt þessu, mismikil milli hjúkrunarfræðinga.

Vegna  mismunar á launatöflum og lengra grunnnáms hjúkrunarfræðinga (fjögur ár vs. þrjú ár) og markmiðs stofnanasamningsins um að greiða sömu laun fyrir sambærileg störf er launaröðun hjúkrunarfræðinga einum launaflokki lægri og einu þrepi hærri en í samningum aðildarfélaga BHM til þess að launatala þess launaflokks sem greitt er eftir fyrir viðkomandi starfsheiti sé sú sama. 

Á tímabilinu 1. janúar – 31. maí. er mismunur á milli launataflna Fíh og BHM meiri, hjúkrunarfræðingum í óhag. Vegna þessa fá félagsmenn Fíh greidda eingreiðslu sem nemur mismun á launatöflum fyrir tímabilið janúar – maí 2018. Eingreiðslan kom til greiðslu þann 1. október 2018.

Grunnlaunasetning hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá Krabbameinsfélagi íslands er því eftirfarandi í nýjum samningi:

Starfaflokkur   Launaflokkur  Laun m.v. fullt starf 
Sérfræðingur 1   8:1 493.363
Sérfræðingur 2 9:1  518.031
Sérfræðingur 3 10:1 543.932
Verkefnastjóri 11:1 571.129
Deildarstjóri/forstöðumaður minni einingar (færri en 10 starfsmenn) 
16:1  728.922
Deildarstjóri/forstöðumaður stærri einingar (10 starfsmenn og fleiri)
17:1 765.368
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála