15.
október 2018
Skráning er hafin á Hjúkrunarþing Fíh sem haldið verður 15. nóvember næstkomandi.
Hjúkrunarþingið verður haldið fimmtudaginn 15. nóvember 2018, kl. 9:00-15:00 á Hótel Natura, Reykjavík undir yfirskriftinni: Þú hefur valdið - leiðtogafærni og forysta. Þingið er haldið í samstarfi fagsviðs og Deildar hjúkrunarstjórnenda.
Þátttökugjald er 2.500 kr. Innifalið í þátttökugjaldi er kaffi og léttur hádegisverður. Þátttökugjald verður ekki endurgreitt.