Hjukrun.is-print-version

Með augum hjúkrunarfræðingsins

RSSfréttir
16. október 2018

Auglýst er eftir ljósmyndum til að prýða forsíðu á næsta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga sem kemur út um áramótin. Myndefni er frjálst en efnistök blaðs og árstíð geta haft áhrif á val forsíðumyndarinnar. Handhafi forsíðumyndar fær að launum gjafakort að andvirði 25.000 krónur.

Þátttakendur sendi myndir á netfangið ritstjori@hjukrun.is fyrir 1. nóvember næstkomandi með upplýsingum um hver tók myndina og stutta lýsingu á myndinni.Tímaritið áskilur sér rétt til að birta fleiri myndir í blaðinu með umfjöllun um samkeppnina.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála