Hjukrun.is-print-version

Sár og sárameðferð

RSSfréttir
29. nóvember 2018

Langvinn sár eru stórt heilbrigðisvandamál, einkum meðal aldraðra. Það að vera með langvinnt sár hefur umtalsverð áhrif á daglegt líf einstaklinga og þau eru kostnaðarsöm fyrir samfélagið. Við meðferð sára er mikilvægt að kunna skil á eiginleikum þeirra fjölda umbúða, skolvökva og annarra hjálpartækja sem völ er á. Grundvallaratriðið er þó að greina undirliggjandi orsök sáranna og meðhöndla hana. 

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði sárgræðslu svo sem lífeðlisfræði sárgræðslu og þá þætti sem helst hafa áhrif sárgræðsluferlið. Fjallað verður um mat á sárum og staðbundna meðferð svo sem hreinsun sára og val á umbúðum. Farið verður yfir virkni og eiginleika mismunandi umbúða. Sár af ýmsum toga verða til umfjöllunar en sérstaklega verður fjallað um greiningu, mat og meðferð mismunandi fótasára og um forvarnir og meðferð þrýstingssára.

Námskeiðið fer fram 7. og 8. febrúar, 2019, kl. 8:30-16:00 báða dagana, og hámarksfjöldi þátttakenda er 26.

Nánari upplýsingar og skráning

 
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála