Hjukrun.is-print-version

Afmælisfögnuður allt árið

RSSfréttir
4. desember2018

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga á 100 ára afmæli á árinu 2019, og fagnar tímamótunum með ýmsum viðburðum.

Afmælisárið hefst með dagskrá á Hótel Hilton Nordica 15. janúar kl. 16:00 -19:00  þar sem hjúkrunarfræðingum gefst tækifæri á að hittast og skála fyrir viðburðarríku afmælisári. Sérstakir gestir verða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller landlæknir.

Í mars verða fag- og landsvæðadeildar félagsins með viðburði eða hátíðardagskrá fyrir sína félagsmenn, gjarnan í tengslum við aðalfundi þeirra og í október munu deildarnar síðan kynna sig og sína starfsemi fyrir almenningi.

Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga 12. maí  ber að þessu sinni upp á sunnudag og verður að því tilefni haldin hjúkrunarfræðingamessa og kirkjukaffi að lokinni messu.

Þann  16. maí  fer fram aðalfundur félagsins, en auk venjulegra aðalfundastarfa verður sérstök hátíðardagskrá þann dag þar sem m.a. hjúkrunarfræðingar verða heiðraðir og styrkir til hjúkrunarrannsókna afhentir. Þá verður og gefið út sérstakt afmælistímarit.

Á kvennadaginn þann 19. júní verður opnuð í Árbæjarsafni sögusýningin Hjúkrun í fortíð, nútíð og framtíð. Forseti Íslands Guðni Jóhannesson verður sérstakur gestur félagsins við opnun sýningarinnar. Í Árbæjarsafni verður einnig haldin fjölskylduhátíð 15. ágúst. Hátíðin er tileinkuð börnum hjúkrunarfræðinga og öllum þeim börnum sem þeir hafa hjúkrað. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði fyrir börn og fullorðna og verður aðgangur ókeypis.

Ráðstefnan Hjúkrun 2019 verður með sérstökum hátíðarbrag í tilefni afmælisins. Hún verður haldin á Akureyri dagana 26.-27. september. Yfirskrift hennar er Framtíð, frumkvæði og forvarnir: Getur hjúkrun bjargað heilbrigðiskerfinu.

Afmælisárinu lýkursíðan 15. nóvember með hátíðarkvöldverði hjúkrunarfræðinga í Hörpu. Auk kvöldverðar verður boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá með sögulegu ívafi.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála