7.
desember2018
Allir sem áhuga hafa geta nú kynnt sér drög að íslenskri heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og komið á framfæri ábendingum.
Heilbrigðisstefnan er sett fram sem leiðarljós þar sem dregnar eru fram þær megináherslur sem eiga að einkenna gott heilbrigðiskerfi í þágu allra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Til að hrinda áætluninni í framkvæmd er gert ráð fyrir að sett verði aðgerðaáætlun til fimm ára í senn sem verði uppfærð árlega meðan heilbrigðisstefnan er í gildi.
Drög að heilbrigðisstefnu
Tekið er á móti ábendingum hjúkrunarfræðinga á netfanginu
adalbjorg@hjukrun.is fram til 14. desember 2018.