Hjukrun.is-print-version

Fyrirmyndarstjórnandi ársins 2018

RSSfréttir
11. desember2018

Sjúkraliðafélag Íslands hefur útnefnt Hildi Elísabetu Pétursdóttur fyrirmyndarstjórnanda ársins 2018. Hildur er deildarstjóri hjúkrunarheimilanna Eyrar á Ísafirði og Bergs í Bolungarvík og hefur verið frá opnun beggja heimila.

Þetta er í fimmta skipti sem Sjúkraliðafélagið stendur fyrir útnefningunni, sem hefur það að markmiði að styðja við og draga fram það sem vel er gert í mannauðsstjórnun. Verðlaunin voru afhent í sal Eyrar þriðjudaginn 4. desember.

Við afhendingu verðlaunanna sagði Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands að í umsögn um Hildi sé bent meðal annars á framúrskarandi eiginleika hennar í mannlegum samskiptum og hversu vel hún nýtir faglega hæfni og færni sjúkraliða í störfum sínum.

Frétt Bæjarins besta um útnefninguna

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála