Hjukrun.is-print-version

Umsókn um styrki til Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
17. desember2018

Stjórn fagdeildarinnar auglýsir til umsóknar styrki fyrir félagsmenn í fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga. Markmið með styrkjunum er að hvetja hjúkrunarfræðinga til að sækja endurmenntun/málþing/ráðstefnu með það að markmiði að auka þekkingu sína og fylgjast með nýjum áherslum í öldrunarmálum.

Hver styrkur getur að hámarki orðið 40.000 kr.

Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2019. Umsóknir sendist rafrænt á netfangið oldrun@hjukrun.is.

Umsóknareyðublað fyrir styrkumsókn má nálgast á vef fagdeildarinnar.

Rétt til umsóknar hafa þeir félagsmenn sem hafa greitt árgjaldið. Við úthlutun verður horft til hvort viðkomandi hefur hlotið styrk áður frá fagdeildinni og hversu lengi viðkomandi hefur verið meðlimur deildarinnar.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála