9.
janúar 2019
Sala á gjafabréfum í flug með Icelandair og Wow sló öll met á síðasta ári, en alls voru seld 3.000 bréf í utanlandsflug. Orlofssjóðurinn niðurgreiðir bréfin og því olli þessi mikla sala töluverðum rekstrarhalla á sjóðnum framan af ári. Stjórn orlofssjóðs brást við með því að draga úr framboði gjafabréfanna tímabundið. Stjórnin hefur ákveðið að bjóða upp á sama fjölda bréfa árið 2019 og 2018, og munu ný bréf verða sett í sölu 1. janúar, 1. apríl, 1. júlí og 1. október. Þessi breyting skilar jafnara og betri stjórn á framboði bréfanna fyrir stjórn sjóðsins. Skilmálar kaupanna verða óbreyttir, þ.e. að hver félagsmaður má kaupa 4 bréf yfir árið og er dregnir frá 3 punktar fyrir hvert bréf.