Hjukrun.is-print-version

Viltu hafa áhrif á launa- og starfskjör þín og annarra hjúkrunarfræðinga?

RSSfréttir
11. janúar 2019

Starfar trúnaðarmaður á þinni deild? Hefðir þú áhuga á að vera trúnaðarmaður?

Komið er að kjöri trúnaðarmanna Fíh fyrir starfstímabilið 2019–2021.
Mjög mikilvægt er að til staðar sé trúnaðarmaður á starfseiningum hjúkrunarfræðinga.

Meginhlutverk trúnaðarmanna er að:

  • Vera tengiliður milli hjúkrunarfræðinga og stjórnenda.
  • Koma upplýsingum um kjara- og réttindamál til hjúkrunarfræðinga á starfseiningu eða stofnun.
  • Standa vörð um réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga.
  • Kynna sér ítarlega kjarasamninga Fíh.
  • Upplýsa hjúkrunarfræðinga um ný og breytt atriði kjarasamninga.
  • Fylgjast með að réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga séu virtar.
  • Taka við kvörtunum og fyrirspurnum hjúkrunarfræðinga, leita svara við þeim eða koma þeim í viðeigandi farveg innan stofnunar eða hjá kjara- og réttindasviði Fíh.

Kosið er á tveggja ára fresti fyrir 1. febrúar hvers árs sem stendur á oddatölu.
Tilnefningar frá stofnun eða deild skulu berast til kjararáðgjafa Fíh á netfangið eva@hjukrun.is fyrir 25. janúar 2019.

Nánari upplýsingar um endurskoðað trúnaðarmannakerfi

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála