Hjukrun.is-print-version

Framboðsfrestur til formanns Fíh rennur út 31. janúar næstkomandi

RSSfréttir
21. janúar 2019

Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga minnir á að framboðsfrestur til formanns Fíh tímabilið 2019-2021 rennur út 31. janúar næstkomandi. 

Samkvæmt lögum félagsins er formaður kjörinn í allsherjaratkvæðagreiðslu. Einungis félagsmenn með fulla aðild eru kjörgengir í embætti formanns. Kjörtímabil formanns er tvö ár og skal formaður vera í fullu starfi hjá félaginu. Framboðsfrestur er til 31. janúar 2019.

Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsvæði um formannskjör.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála