Hjukrun.is-print-version

Frestun á starfsmati hjúkrunarfræðinga hjá sveitarfélögunum.

RSSfréttir
28. janúar 2019
Á fundi samstarfnefndar um miðjan janúar var rætt um áframhaldandi frestun á starfsmati hjúkrunarfræðinga sem starfa á kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sambands sveitarfélaga.  Samkvæmt fundargerð fundar frá 18. maí 2018 var reiknað með að innleiðingu starfsmats fyrir Fíh yfði lokið eigi síðar en 31. desember 2018. 
 
Innleiðing á starfsmati félaga í Bandalagi háskólamanna (BHM) sem jafnframt var samið um í kjarasamningum árið 2015 hefur reynst mun tímafrekara í innleiðingu en áætlað var.   Í byrjun janúar gengu BHM og SNS frá samkomulagi um að stefnt skyldi að því að því að ljúka starfsmati BHM fyrir lok janúar 2019. Því hefur ekki náðst að ljúka starfsmati hjúkrunarfræðinga hjá sveitarfélögunum á tilskyldum tíma.  
 
Aðilar voru sammála um að finna á áfram að innleiðingu starfsmat og að vinna við það hefjist um leið og innleiðingu starfsmats BHM félaganna er lokið.  Slík vinna ætti ekki að taka langan tíma þar sem ekki um að ræða mörg störf.  

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála