Í lok desember var skrifað undir nýjan stofnanasamning á milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Samningurinn tók gildi þann 1. janúar 2019. Nýr stofnanasamningur leysir af hólmi eldri stofnanasamning frá árinu 2006 (m. breytingum 2013). Samningurinn felur í sér breytingu á launum hjúkrunarfræðinga, tilraunaverkefni sem miðar að því að hækka meðaltals starfshlutfall hjúkrunarfræðinga með því að greiða hærri grunnlaun fyrir hærra starfshlutfall auk breytingar á mati á viðbónámi og námskeiðum.
Breytingin á launasetningu kom meðal ananrs til vegna ráðstöfunar fjármuna sem áður voru greiddar til hjúkrunarfræðinga í formi eingreiðslu vegna bókunar 3. Þar sem nýr stofnanasamningur tók gildi í byrjun árs 2019 var ákveðið að hjúkrunarfræðingar sem voru í starfi á HSS í byrjun desember fengju greidda eingreiðslu vegna bókunar 3 fyrir árið 2018 og var hún greidd út með síðustu launaútborgun í lok desember.
Launaröðun hjúkrunarfræðinga á HSS er því með eftirfarandivið gildistöku nýs stofnanasamnings:
Starfaflokkur | Launaflokkar | Laun m.v. fullt starf |
Hjúkrunarfræðingur 1 | 6:2 | 458.409 |
Hjúkrunarfræðingur 2 |
7:2 | 481.330 |
Hjúkrunarfræðingur 3 | 8:2 | 505.396 |
Hjúkrunarfræðingur 4 | 10:1 | 543.932 |
Aðstoðardeildarstjóri |
11:1 - 13:1 | 571.129 - 629.670 |
Hjúkrunardeildarstjóri í skólaheilsugæslu í Grindavík* |
11:1 | 571.129 |
Hjúkrunardeildarstjóri |
12:1 - 15:1 | 599.686 - 694.211 |
Yfirhjúkrunarfræðingur | 16:1 | 728.922 |
Tilraunaverkefni vegna hærra starfshlutfalls felur í sér að hjúkrunarfræðingum er launaraðað á eftirfarandi hátt sem tilraunaverkefni til sex mánaða. Markmið tilraunaverkefnisins er að auka fast starfshlutfall hjúkrunarfræðinga og draga úr óreglulegri yfirvinnu. Að sex mánuðum liðnum munu samningsaðilar fara yfir árangur verkefnisins og meta hvort því verði haldið áfram eða breytingar gerðar:
• Hjúkrunarfræðingur í 80-89% starfi raðast einum launaflokki hærra í vaktavinnu.
• Hjúkrunarfræðingur í 90-99% starfi raðast einum launaflokki og einu þrepi hærra í vaktavinnu og einu þrepi í dagvinnu.
• Hjúkrunarfræðingur í 100% starfi raðast tveimur launaflokkum hærra í vaktavinnu og einum launaflokki flokki í dagvinnu.