Hjukrun.is-print-version

Nýr stofnanasamningur við hjúkrunarheimilin Eir, Hamra og Skjól

RSSfréttir
28. janúar 2019

Í desember síðastliðinn var skrifað undir nýjan stofnanasamning á milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarheimilanna Eir, Hamra og Skjóls. Samningurinn tók gildi þann 1. janúar 2019.  Nýr stofnanasamningur leysir af hólmi eldri stofnanasamning frá árinu 2006.  Samningurinn felur í sér breytingu á starfsheitum og launasetningu hjúkrunarfræðinga, breytingar á mati á persónubundnum þáttum, ný ákvæði um sérstök verkefni, tímabundið álag og sérstaka ábyrgð. 

Launaröðun hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilunum Eir, Hömrum og Skjóli verður því með eftirfarandi hætti við gildistöku nýs stofnanasamnings: 

Starfsheiti Launaflokkar  Laun m.v. fullt starf 
Almennur hjúkrunarfræðingur 1   4:0 395.991
Almennur hjúkrunarfræðingur 2
5:0 - 6:0 415.791 - 436-580
Almennur hjúkrunarfræðingur 3 7:1 469.869
Almennur hjúkrunarfræðingur 4 8:1 493.363
Næturvaktarhjúkrunarfræðingur 10:0 530.666
Aðstoðardeildarstjóri 9:0 - 10:0 505.396 - 530.666
Hjúkrunardeildarstjóri 11:1- 571.129 
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála