Í tilefni 100 ára afmælis félagsins hefur verið samið við Landsamband bakarameistara um að útbúa fyrir hjúkrunarfræðinga köku með 100 ára afmælismerkinu. Hægt er að panta köku í flestum bakaríum út um allt land. Ekki er um sérstaka köku að ræða heldur er hægt að panta kökur með mismunandi botnum og fyllingum sem síðan er skreytt með 100 ára merki félagsins.
Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að nýta tækifæri sem gefast á afmælisárinu til að panta afmælistertu t.d. á fundi, kaffistofur eða aðra þá staði sem hjúkrunarfræðingar koma saman á. Upplögð tilefni eru t.d. fundir fag-og landsvæðadeilda, starfsmannafundir, alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars, alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga 12. maí, aðalfundur félagsins 16. maí, kvenréttindadagurinn 19. júní og afmælisdagurinn sjálfur 18. nóvember.