Auglýst er eftir tilnefningum fyrir Hvatningarstyrk Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2019.
Í tilefni 100 ára afmælis félagins hefur stjórn Vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í samráði við stjórn félagsins ákveðið að veita hvatningarstyrki til frumkvöðla í þróun og eflingu hjúkrunar á Íslandi. Styrkjunum er ætlað að styðja þessa frumkvöðla til að afla sér frekari þekkingar og/eða þjálfunar sem nýtist þeim til að þróa enn frekar nýsköpunarverkefni sem þeir eru í forsvari fyrir eða leiða. Um er að ræða fjóra 500.000.- króna styrki.
Allir félagar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga geta tilnefnt þann frumkvöðul í þróun og eflingu hjúkrunar sem þeir telja að hljóta eigi styrk.Til að tilnefna þarf bara að smella hér:
Stjórn Vísindasjóðs félagsins mun meta tilnefningar og ákvarða úthlutun.
Síðasti skiladagur er 15. apríl 2019.