Rannsóknar- og styrktarsjóður Lilju Guðrúnar Hannesdóttur auglýsir til umsóknar styrki til rannsóknar á vandamálum er tengjast eyrum með sérstöku tilliti til vandamála í mið- og innra eyra.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja rannsóknir á vandamálum er tengjast eyrum með sérstöku tilliti til vandamála í mið- og innra eyra svo sem eyrnasuðs, svima og heyrnartruflana. Tilgangur rannsókna skal vera sá, að afla hverrar vitneskju, sem hægt er, til að komast að uppsprettu vandamála er tengjast eyrum og / eða hverning leysa megi þau.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2019.
Úthlutað verður úr sjóðnum á afmælisdegi Lilju þann 24. maí 2019.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu sjóðsins eða hjá undirrituðum:
Arnar Guðjónsson, yfirlæknir
Háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala; arnarg@landspitali.is
Ingibjörg Hinriksdóttir, yfirlæknir
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands; ingibjorg@hti.is