Áhugahvetjandi samtal
NÁMSKEIÐIÐ ER FULLBÓKAÐ
6. og 7. maí 2019
Grunnnámskeið fyrir hjúkrunarfræðinga á vegum Fíh, Dr. Helgu Sifjar Friðjónsdóttur og Héðins Svarfdal Björnssonar, MA hjá Áhugahvöt sf.
Áhugahvetjandi samtal (e. Motivational Interviewing) er notað bæði með fullorðnum og unglingum sem gætu verið í þörf fyrir breytingar á lífsstíl eða hegðun. Sumir hafa hugsanlega ekki komið auga á þörf fyrir breytingar eða eru alfarið á móti þeim, á meðan aðrir hafa íhugað breytingar en eru á báðum áttum. Samtalsstílinn sem hér er um að ræða miðar að því að virkja vilja skjólstæðings til jákvæðra breytinga á lífsstíl og hegðun. Starfsmenn efla færni sína í að mæta skjólstæðingi þar sem hann er staddur, laða fram og ýta undir hugsanir og tillögur hans sjálfs um jákvæðar breytingar. Aðferðin byggist á skilningi starfsmannsins á ferli samtalsins og vilja til samvinnu.
Nánari upplýsingar og skráning
Áhugahvetjandi samtal - framhaldsnámskeið
13. og 14. maí 2019
Á þessu framhaldsnámskeiði er dýpkað á skilningi á fræðilegum atriðum, með sérstakri áherslu á æfingar, en einnig verður kafað dýpra í anda Áhugahvetjandi samtals og sérstök áhersla lögð á að æfa að mæta viðnámi í samtölum (e. Rolling with Resistance). Greiningarkerfið MITI verður rifjað upp, en þátttakendur skila inn einum 20 mín. löngum samtalsbút (í starfrænu formi) til greiningar í kjölfar námskeiðs. Svo verður veitt persónuleg endurgjöf í gegnum síma, eftir samkomulagi. Nauðsynlegur undanfari er þátttaka á grunnnámskeiði á vegum Áhugahvatar (eða sambærilegt, t.d. erlendis).
Nánari upplýsingar og skráning
Akureyri: Áhugahvetjandi samtal
3. og 4. júní 2019
Grunnnámskeið fyrir hjúkrunarfræðinga á vegum Fíh, Dr. Helgu Sifjar Friðjónsdóttur og Héðins Svarfdal Björnssonar, MA hjá Áhugahvöt sf.
Áhugahvetjandi samtal (e. Motivational Interviewing) er notað bæði með fullorðnum og unglingum sem gætu verið í þörf fyrir breytingar á lífsstíl eða hegðun. Sumir hafa hugsanlega ekki komið auga á þörf fyrir breytingar eða eru alfarið á móti þeim, á meðan aðrir hafa íhugað breytingar en eru á báðum áttum. Samtalsstílinn sem hér er um að ræða miðar að því að virkja vilja skjólstæðings til jákvæðra breytinga á lífsstíl og hegðun. Starfsmenn efla færni sína í að mæta skjólstæðingi þar sem hann er staddur, laða fram og ýta undir hugsanir og tillögur hans sjálfs um jákvæðar breytingar. Aðferðin byggist á skilningi starfsmannsins á ferli samtalsins og vilja til samvinnu.
Nánari upplýsingar og skráning