15.
mars 2019
Í aðdraganda komandi kjarasamningaviðræðna hélt Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh)15 fundi um allt land með hjúkrunarfræðingum og fóru fundirnir fram í janúar og febrúar. Tilgangur fundanna var að fylgja eftir niðurstöðum kjarakönnunar sem gerð var í nóvember auk þess að helstu áherslur kröfugerðar voru ræddar. Starfsmenn kjara- og réttindasviðs héldu fundina ásamt Guðbjörgu Pálsdóttur formanni félagsins.
Fundirnir voru vel sóttir og virðist sterk samstaða vera meðal hjúkrunarfræðinga fyrir komandi kjarasamninga. Mjög gagnlegt og fræðandi var fyrir starfsmenn félagsins að hitta hjúkrunarfræðinga, eiga við þá samtal um kjaramál og komandi kjarasamninga.
Á fundunum og í niðurstöðum kjarakönnunarinnar kom fram að áherslurnar fyrir komandi kjarasamninga hjúkrunarfræðinga eru nokkuð samhljóða þrátt fyrir að hópurinn sé ólíkur og starfsumhverfið með misjöfnum hætti. Hækka þarf dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga , stytta vinnuviku og bæta starfsumhverfi. Leita þarf nýrra lausna til þess að takast á við þann vanda sem blasir við í íslensku heilbrigðiskerfi þar sem marga hjúkrunarfræðinga vantar til starfa.
Kröfugerð Fíh hefur verið í vinnslu sl. mánuði og er nú nánast fullmótuð. Niðurstaða kjarafundanna og kjarakönnunarinnar hafa nýst vel við þá vinnu.
Samningaviðræður um miðlæga kjarasamninga hjúkrunarfræðinga eru nú hafnar þar. Á fyrstu fundum með samningsaðilum hafa helstu markmið og áherslur Fíh í komandi samningaviðræðum verið kynntar.
Fundirnir voru vel sóttir og virðist sterk samstaða vera meðal hjúkrunarfræðinga fyrir komandi kjarasamninga. Mjög gagnlegt og fræðandi var fyrir starfsmenn félagsins að hitta hjúkrunarfræðinga, eiga við þá samtal um kjaramál og komandi kjarasamninga.
Á fundunum og í niðurstöðum kjarakönnunarinnar kom fram að áherslurnar fyrir komandi kjarasamninga hjúkrunarfræðinga eru nokkuð samhljóða þrátt fyrir að hópurinn sé ólíkur og starfsumhverfið með misjöfnum hætti. Hækka þarf dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga , stytta vinnuviku og bæta starfsumhverfi. Leita þarf nýrra lausna til þess að takast á við þann vanda sem blasir við í íslensku heilbrigðiskerfi þar sem marga hjúkrunarfræðinga vantar til starfa.
Kröfugerð Fíh hefur verið í vinnslu sl. mánuði og er nú nánast fullmótuð. Niðurstaða kjarafundanna og kjarakönnunarinnar hafa nýst vel við þá vinnu.
Samningaviðræður um miðlæga kjarasamninga hjúkrunarfræðinga eru nú hafnar þar. Á fyrstu fundum með samningsaðilum hafa helstu markmið og áherslur Fíh í komandi samningaviðræðum verið kynntar.