Hjukrun.is-print-version

10 hjúkrunarfræðingar heiðraðir á aðalfundi

RSSfréttir
22. maí 2019

Í tilefni 100 ára afmælis Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var félagsmönnum boðið að leggja fram tilnefningar til heiðursfélaga Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Til að fá tilnefningu sem heiðursfélagi Fíh þarf viðkomandi hjúkrunarfræðingur að hafa lagt eitthvað sérstakt, einstakt eða mikilvægt að mörkum til hjúkrunarsamfélagsins eða skjólstæðinga þess á sviði menntunarmála, félagsmála, þróunar hjúkrunar eða innleiðingu nýrrar þekkingar í hjúkrun.

Alls bárust 10 tilnefningar sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins þann 16. maí sl.

Eftirtaldir hjúkrunarfræðingar voru heiðraðir:

Aðalbjörg Finnbogadóttir fyrir framlag í þágu hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar
Anna Stefánsdóttir fyrir framlag til þróunar hjúkrunar
Ásta Möller fyrir framlag til félagsstarfa hjúkrunarfræðinga
Bergdís Kristjánsdóttir fyrir framlag til söfnunar og varðveislu hjúkrunarminja
Bryndís Konráðsdóttir fyrir framlag til þróunar hjúkrunar
Eyrún Jónsdóttir fyrir brautryðjendastarf í hjúkrun
Kristín Sophusdóttir fyrir framlag til þróunar hjúkrunar
Lovísa Baldursdóttir fyrir framlag til þróunar hlutverks sérfræðinga í hjúkrun
Marga Thome fyrir framlag til menntunarmála, rannsókna og þekkingarsköpunar í hjúkrun
Vilborg Ingólfsdóttir fyrir framlag til félagsstarfa hjúkrunarfræðinga

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þakkar þeim framlag þeirra og óskar þeim til hamingju með heiðursfélaganafnbótina.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála