Hjukrun.is-print-version

22 hjúkrunarfræðingar fengu styrki úr B-hluta Vísindasjóðs

RSSfréttir
22. maí 2019

Styrkhafar B-hluta Vísindasjóðs og rannsóknir þeirra:

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir. „Aðalmálið að maður hlúi að sjálfum sér“ – Reynsla hjúkrunardeildarstjóra af álagi og áskorunum í starfi og bjargráðum í því samhengi. Meistararannsókn.

Áslaug Felixdóttir. Mikilvægi fjölskyldna við hjúkrun.

Berglind Andrésdóttir. Símaflokkun og flýtivakt hjúkrunarfræðinga á Heilsugæslustöð HSA Egilsstöðum Hver er upplifun og skoðun skjólstæðinga á þjónustunni og hverju hefur hún breytt í starfsemi heilsugæslunnar. Meistararannsókn.

Brynja Ingadóttir. Þorsti meðal sjúklinga með hjartabilun. Vísindarannsókn.

Fjóla S. Bjarnadóttir. “Hvað á ég að gera, hvert á ég að snúa mér” Aðstandendur aldraðra á krossgötum í umönnun. Meistararannsókn.

Guðrún Jónsdóttir. Ákvörðunartaka um lífslokameðferð á taugalækningadeild Landspítalans. Doktorsrannsókn.

Guðrún Kristjánsdóttir. Minningar, reynsla og heilsa foreldra barna með meðfæddan hjartagalla í kjölfar skurðaðgerðar og innlagnar barns á gjörgæsludeild í framandi landi. Vísindarannsókn.

Halldóra Egilsdóttir. Reynsla fólks á landsbyggðinni af krabbameinsmeðferð fjarri heimabyggð. Meistararannsókn.

Helga Pálmadóttir. Vinnustaðamenning hjúkrunarfræðinga í bráðaþjónustu Landspítala. Meistararannsókn.

Helga Ýr Erlingsdóttir. Þekking sjúklinga með gáttatif á Íslandi, á gáttatifi, orsökum þess, afleiðingum og meðferð. Meistararannsókn.

Inga Valgerður Kristinsdóttir. Heilsufar, færni og aðstæður eldra fólks sem býr sjálfstæðri búsetu og greining á leiðum til eflingar heimahjúkrunar þeirra út frá InterRAI-hc gögnum. Doktorsrannsókn.

Járnbrá H. Gylfadóttir. Þekking og viðhorf hjúkrunarfæðinga sem starfa á hjúkrunarheimilum varðandi verkjameðferð aldraðra: Forprófun spurningalista. Meistararannsókn.

Jóhanna Bernharðsdóttir. Lítum nær: Sálræn líðan kvenstúdenta, rannsókn á árangri forvarnarnámskeiðs sem byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Vísindarannsókn.

Margrét Eiríksdóttir. Þjónusta við einstaklinga sem takast á við alvarlega geðsjúkdóma: Tengsl við bata og lífsgæði. Í verkefninu er unnið með gögn sem fengin eru úr rannsónarverkefninu: Tengsl bata og lífsgæða við þjónustu og meðferð einstaklinga sem takast á við alvarlega geðsjúkdóma.   Doktorsrannsókn.

Rósíka Gestsdóttir. Reynsla einstaklinga í heilsueflandi móttöku af sálrænum áföllum og heilsufarsvandamálum. Meistararannsókn.

Sigríður Zoëga. Algengi og áhættuþættir fyrir naloxone notkun hjá inniliggjandi sjúklingum á Landspítala.  Vísindarannsókn.

Sigurveig Gísladóttir. Geðlyfjanotkun hjá íbúum þriggja hjúkrunarheimila á landsbyggðinni 2016-2018 og fylgni við hegðunareinkenni heilabilunar. Meistararannsókn.

Sólveig J. Haraldsdóttir. Reynsla maka einstaklinga með hreyfitaugungahrörnunarsjúkdóm (MND) frá greiningu til andláts: Eigindleg viðtöl. Meistararannsókn.

Sunna K. Jónsdóttir. Ofbeldi á meðgöngu: Þekking og viðhorf ljósmæðra.  Þýðing og forprófun spurningalista. Meistararannsókn.

Vigdís Friðriksdóttir. Langtímaáhrif brunaáverka á heilsu fullorðinna einstaklinga – þýðing mælitækis, þróun auka- og bakgrunnsspurninga og forprófun spurningalistans í heild. Meistararannsókn.

Vigdís Hrönn Viggósdóttir. Síðbúnar afleiðingar krabbameina í æsku. Íslensk rannsókn á heilsufari, lífsgæðum og upplifun á fullorðinsaldri. Doktorsrannsókn.

Þórunn B. Jóhannsdóttir. Upplifun fólks með kransæðasjúkdóm á landsbyggðinni af fræðslu, eftirfylgd og stuðningi við sjálfsumönnun og lífsstílsbreytingar. Meistararannsókn

 

39 hjúkrunarfræðingar sóttu um styrk í sjóðinn að upphæð 52.731.858.-

Alls fengu 22 hjúkrunarfræðingar styrk samtals að upphæð 12.152.500.-

Styrkupphæðir voru frá krónum 360.000.- til 1.200.000.-

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála