Hjukrun.is-print-version

Aðalfundur 2019

RSSfréttir
22. maí 2019

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldinn 16. maí síðastliðinn með sérstakri dagskrá  í tilefni 100 ára afmælis félagsins auk venjulegra aðalfundarstarfa. Heiðraðir voru 10 félagsmenn fyrir framlag sitt í þágu hjúkrunar, þróunar hennar og félagsstarfa og sérstakan rannsóknarstyrk að upphæð 2 milljónir króna hlaut Helga Jónsdóttir prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands fyrir rannsóknina Samráð við fólk með langvinna lungnateppu og fjölskyldur þeirra. Einnig voru veittir fimm hvatningastyrkir til frumkvöðla í hjúkrun og styrkir B-hluta vísindasjóðs voru afhentir styrkþegum.

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála