Hjukrun.is-print-version

Rannsóknarstyrkur í tilefni 100 ára afmælis

RSSfréttir
22. maí 2019

Helga Jónsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður hjúkrunar langveikra fullorðinna í samtengdri stöðu á Landspítala hlaut sérstakan rannsóknarstyrk úr Vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að upphæð tvær milljónir króna.

Helga hlýtur afmælisstyrkinn fyrir rannsókn sem ber heitið Samráð við fólk með langvinna lungnateppu og fjölskyldur þeirraMarkmið rannsóknarinnar er að endurtaka rannsóknir á árangri sérhæfðrar hjúkrunarþjónustu á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnasjúkdóma og fjölskyldur þeirra, sem rekin hefur verið á Landspítala frá árinu 2005.

Prófessor Helga Jónsdóttir hefur verið leiðandi í rannsóknum og þróun starfsemi göngudeildar frá upphafi og hafa fyrri rannsóknir sýnt verulegan ávinning af þjónustunni, t.d. minni notkun annarrar heilbrigðisþjónustu, auknum lífsgæðum og getu sjúklinga og fjölskyldna til að höndla veikindin og ekki síst aukna samheldni í fjölskyldum.  Fyrri rannsóknir hafa verið unnar í samvinnu fjölda vísindamanna innanlands og erlendis og hafa birst ríflega 70 ritrýndar tímaritsgreinar sem byggðar eru á þessum og fleiri rannsóknum.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála