Hjukrun.is-print-version

Kjarasamningsviðræður 2019

RSSfréttir
5. júní 2019

Hægur gangur er í kjarasamningaviðræðum á milli Fíh og ríkis annars vegar og Reykjavíkurborgar hins vegar. Fundað er reglulega, talsvert ber á milli í viðræðunum en samtalið er gott og hreinskilið. Viðræður við aðra viðsemjendur eru ekki hafnar.

Haldnir hafa verið 12 samningafundir með samninganefnd ríkisins og eru fleiri fyrirhugaðir á næstu dögum. Á þessum fundum hefur Fíh lagt fram markmið og kröfugerð en ríkið lagt fram sín markmið og tilboð varðandi laun og vinnutíma.

Fundað hefur verið þrisvar með Reykjarvíkurborg. Þar hafa báðir aðilar kynnt megináherslur og markmið sín. Nú er verið að ræða þær hugmyndir sem hafa komið fram og fara ítarlega yfir þær.

Megináhersla í viðræðunum hefur hingað til verið á laun og vinnutíma. Fíh hefur lagt áherslu á að nýr samningur þurfi að leiða af sér verulegar breytingar til þess að heilbrigðisstofnanir geti boðið hjúkrunarfræðingum upp á betri laun, vinnutíma og starfsumhverfi. 

Nánar um markmið og kröfugerð Fíh

Fíh mun leitast við að upplýsa félagmenn um gang mála eftir fremsta megni og setja upplýsingar eftir því sem við á inn á vefsvæði félagsins og samfélagsmiðla. Á meðan á samningaferlinu stendur ríkir fullur trúnaður og traust innan samninganefndanna og þar af leiðandi verður ekki hægt að greina ítarlega frá framgangi viðræðna.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála