Hjukrun.is-print-version

Samband sveitarfélaga: Samið um innágreiðslu

RSSfréttir
2. júlí 2019

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samband íslenskra sveitarfélaga (SNS) hafa skrifað undir endurskoðaða viðræðuáætlun vegna tafa sem orðið hafa á gerð nýs kjarasamnings. Hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá sveitarfélögunum  munu fá greidda 132 þúsund króna eingreiðslu þann 1. ágúst. 2019. Fjárhæð þessi er partur af fyrirhuguðum launabreytingum endurnýjaðs kjarasamnings, miðast við fullt starf og greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall á tímabilinu frá og með 1. apríl 2019 til og með 30. júní 2019. Upphæðin á að vera sambærileg við það sem lífskjarasamningur hefði gefið hjúkrunarfræðingum á sama tíma. 

Að öðru leyti er viðræðuáætlun til samræmis við það sem samið hefur verið um við Reykjavíkurborg og ríkið

Áfram er unnið að starfsmati hjúkrunarfræðinga hjá sveitarfélögunum í samstarfi við SNS.  Vonast er til að endanleg niðurstaða úr starfsmati  liggi fyrir í september. 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála