15.
júlí 2019
Árlegt golfmót hjúkrunarfræðinga fór fram að Hamri 20. júní 2019. Að þessu sinni var mótið einungis ætlað hjúkrunarfræðingum og var það sérstaklega styrkt af Fíh í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Aldrei áður hefur verið jafnmikil þátttaka og var mótið einstaklega skemmtilegt og eftirminnanlegt í alla staði. Mótið var punktakeppni og var Fríða Rut Baldursdóttir í fyrsta sæti með 44 punkta. Margir aðilar styrktu mótið m.a. með verðlaunum, boltum og tíum.
Mótið er árlegur viðburður og má sjá fleiri myndir og fréttir af því á sérstakri facebook-síðu: Golfmót hjúkrunarfræðingar. Eru áhugasamir hjúkrunarfræðingar hvattir til að tengjast þar og stefnt verður að enn stærra móti árið 2020.