Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ákveðið að tileinka hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum árið 2020. Þá eru 200 ár frá fæðingu Florence Nightingale og jafnframt síðasta árið í átakinu NursingNow. Eins og fram hefur komið hjá Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmanni WHO, eru hjúkrunarfræðingar brúin í heilbrigðiskerfinu. Þeir eru gífurlega mikilvægur hlekkur milli fólksins í samfélaginu og flókins heilbrigðiskerfis. Þess vegna eru þeir lykilaðilar í því að hægt verði að tryggja öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu.
Árið 2020 er kjörið tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til að minna á sig og það er í okkar sameiginlegu höndum að gera árið sem eftirminnilegast.
Það eru því spennandi tímar framundan!