7.
október 2019
Metþátttaka var á ráðstefnunni HJÚKRUN 2019: Framtíð frumkvæði og forvarnir, sem haldin var í tíunda sinn í Hofi á Akureyri dagana 26. og 27. september.
Alls sóttu 450 hjúkrunarfræðingar ráðstefnuna sem var í alla staði mjög vel heppnuð.
Dagskráin var fjölbreytt en yfir 70 erindi voru flutt á ráðstefnunni, auk vinnusmiðja og veggspjalda- og vörukynninga.
Aðalfyrirlesararnir voru Anne Marie Rafferty, Ian Setchfield og Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir.