17.
október 2019
Nú í morgun var samningafundur á milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR). Á fundinum hafnaði Fíh tilboði SNR frá 10. október og lagði til nýja tillögu að lausn deilunnar. SNR hefur þessa tillögu nú til skoðunar. Næsti fundur hefur ekki verið ákveðinn.