8.
nóvember 2019
Ásdís M. Finnbogadóttir, aðstoðardeildarstjóri á sjúkrahúsinu Vogi, segir það vera mjög gefandi að sjá þá breytingu sem verður á fólki þegar það hefur lokið meðferð þar og er í kjölfarið tilbúið að fara aftur út í samfélagið og takast á við lífið sitt án áfengis og vímuefna. Hún segir nánast undantekningalaust horfa á eftir sjúklingum sínum í áframhaldandi úrræði til að vinna í sínum bata í kjölfar afeitrunar og þeirrar endurhæfingar sem þeir fá á Vogi.
Vissi fljótt hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór
Ásdís segist vera mjög ánægð með að hafa valið að mennta sig í hjúkrun og líði vel í sínu starfi, en hún útskrifaðist frá Háskóla Íslands 2004. Þrátt fyrir að hún hafi ekki byrjað í námi fyrr en á 25. aldursári þá segir hún að ekkert annað nám hafi komið til greina. Þrátt fyrir það hafði hún ekki meðvitað stefnt á hjúkrunarfræði þá blundaði það greinilega í henni eins og kom á daginn þegar hún fann bókina Bekkurinn minn frá því að hún var sjö ára. „Það er gaman að segja frá því en þegar ég var 7 ára hafði ég skrifað í bókina að ég ætlaði að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór. Ég man ekki eftir að hafa skrifað þetta, eða að ég hafi haft neina sérstaka drauma um að verða hjúkrunarfræðingur, enda engin slík fyrirmynd í minni fjölskyldu,“ segir hún.Fjölbreyttur sjúklingahópur á Vogi
Hún segir kostina við starfið vera samskiptin við það fólk sem hún á á degi hverjum og ánægjan sem fylgir því að aðstoða fólk við að vinna úr sínum vandamálum. Á Vogi er mjög fjölbreyttur sjúklingahópur, bæði hvað varðar aldur og sjúkdómsgreiningar. Hún segir það vera mikla áskorun að sinna jafnt ungu fólki sem öldruðum þar sem þarfir þessara tveggja sjúklingahópa eru mjög ólíkar.Ásdís hefur áhuga á hvers kyns heilsurækt og útivist og hleypur mikið. Hún er gift og á þrjú börn og hund.