18.
nóvember 2019
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 er alþjóðlegur dagur þrýstingssáravarna.
Í tilefni af því er ástæða til að minna á þær þjáningar sem þau valda og að það sé hægt að koma í veg fyrir myndun flestra þrýstingssára. Við hvetjum starfsmenn Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana sem og alla þá sem sinna einstaklingum í þrýstingssárahættu að veita þessu máli sérstaka athygli á þessum degi.
Hvað eru margir í áhættu í þínum sjúklingahópi í dag?
Hvað ætlar þú að gera til að koma í veg fyrir að þeir fái þrýstingssár í dag?
Tökum snúning, ræðum málin!
Faghópur um þrýstingssáravarnir á Landspítala