26.
nóvember 2019
Vegna mistaka hjá dreifingaraðila var Dagbók 2020 ekki send á þá félagsmenn sem óskað höfðu eftir henni eins og fyrirhugað var. Fíh biðst velvirðingar á þessu, og verður dagbókin póstlögð á fimmtudagsmorgun. Hún ætti því að hafa borist öllum þeim sem skráðu sig á sendingarlista í byrjun næstu viku.
Þeir félagsmenn sem ekki höfðu skráð sig fyrir bók en óska hennar, geta sent beiðni um bók með nafni og heimilisfangi á netfangið hjukrun@hjukrun.is.