Hjukrun.is-print-version

2020: Ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra

RSSfréttir
19. desember2019

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur tileinkað hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum árið 2020. Þá eru 200 ár liðin frá fæðingu Florence Nightingale og með þessu vill Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vekja athygli á því hversu mikilvægu hlutverki hjúkrunarfræðingar og ljósmæður gegna í heilbrigðiskerfinu. Stofnunin hefur þegar hvatt þjóðir heimsins til að fjárfesta betur í hjúkrun, hámarka framlag þessara tveggja stétta og tryggja þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags þeirra.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Ljósmæðrafélag Íslands hafa af þessu tilefni hafið samstarf og ætla að vekja saman athygli á árinu 2020. Fjölbreyttir viðburðir verða í boði á árinu 2020 og hvetja félögin félagsmenn sína til að fjölmenna á þá og nýta árið vel að til að undirstrika mikilvægi þessara heilbrigðisstétta.

Þann 16. janúar 2020 kl. 17:00 verður fyrsti viðburður ársins 2020 haldinn í Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar um viðburðinn koma síðar.

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála