Hjukrun.is-print-version

Til sjóðsfélaga í Starfsmenntunarsjóði Fíh

RSSfréttir
13. janúar 2020

Í framhaldi af breyttum reglum Starfsmenntunarsjóðs hefur stjórn sjóðsins ákveðið að gefa þeim sjóðsfélögum sem eiga kvittanir fyrir styrkhæfum verkefnum frá árinu 2019, og náðu ekki að sækja um styrk úr sjóðnum fyrir 1. desember 2019, að senda inn umsókn sem munu teljast til ársins 2019.

Umsóknin þarf að berast sjóðnum fyrir 31. janúar 2020. Sótt er um á mínum síðum.

Umsóknir sem bárust sjóðnum í desember 2019 verða afgreiddar sem umsóknir á árinu 2019 og verða afgreiddar í janúar 2020.

 

Eftirfarandi eru helstu breytingar sem samþykktar voru á fundi stjórnar Starfsmenntunarsjóðs Fíh þann 7. janúar sl.:

  • Árlegur styrkur hækkar úr 50 þúsund krónum í 55 þúsund krónur.
  • Núverandi dagsetningar varðandi umsóknafrest falla niður og eru umsóknir afgreiddar sex sinnum á ári þ.e. í febrúar, apríl, júní, ágúst, október og desember.
  • Umsóknir sem berast í desember tilheyra því ári en ekki næsta ári eins og fyrri reglur sögðu til um.
  • Kvittanir mega nú vera allt að 12 mánaða gamlar í stað 9 mánaða.

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála