14.
janúar 2020
Í framhaldi af breyttum reglum Styrktarsjóðs hefur stjórn sjóðsins ákveðið að gefa þeim sjóðsfélögum sem eiga kvittanir frá árinu 2019, og náðu ekki að sækja um styrk úr sjóðnum fyrir 9. desember 2019, að senda inn umsókn sem munu teljast til ársins 2019.
Umsóknin ásamt gögnum þarf að berast sjóðnum fyrir 31. janúar 2020.
Sótt er um á mínum síðum.
Eftirfarandi breytingar voru samþykktar á fundi stjórnar Fíh þann 10. desember 2019 og taka gildi frá og með 1. janúar 2020.
- Árlegur heilsustyrkur hækkar úr 45 þúsund krónum í 50 þúsund krónur.
- Umsóknir sem berast á tímabilinu 9.-31. desember greiðast út í febrúar en færast sem styrkur sama ár og umsókn barst.