Hjukrun.is-print-version

Staða kjaraviðræðna - Fjölmennur fundur trúnaðarmanna

RSSfréttir
21. janúar 2020

Í síðustu viku var haldinn 24. samingafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og samninganefndar ríkisins (SNR). Þar voru rædd þau atriði sem út af standa í samningaviðræðunum. Ákveðið var að setja aukinn kraft og vinnu í útfærslu á styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki. Vinnuhópur með fulltrúum Fíh og öðrum viðsemjendum vann alla sl. helgi í húsnæði ríkissáttasemjara og miðar vinnunni vel þó ekki sé komin niðurstaða. Vinna stendur enn og verður unnið að frekari útfærslu um næstu helgi.

Samninganefnd Fíh hélt fjölmennan fund með trúnaðarmönnum í gær þar sem farið var yfir stöðu mála. Niðurstaða fundarins var sú að gefa vaktavinnuhópnum svigrúm fram yfir næstu helgi til að útfæra tillögur sínar nánar. Að því loknu verður staðan endurmetin. Samninganefnd Fíh sér ekki ástæðu til þess að funda með SNR fyrr en niðurstaða vaktavinnuhópsins liggur fyrir. Stytting vinnuvikunnar er einn af veigamestu þáttum í samingaviðræðunum og hefur áhrif á næstu skref.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála