23.
janúar 2020
Breyttar reglur Starfsmenntunarsjóðs og Styrktarsjóðs tóku gildi í ársbyrjun, og í framhaldi af því hafa stjórnir sjóðanna ákveðið að gefa þeim sjóðsfélögum sem ekki náðu að sækja um styrk úr sjóðunum fyrir tilsettan tíma í lok árs 2019, færi á að senda inn umsókn sem þó mun teljast til þess árs.
Umsóknin ásamt gögnum þarf að berast sjóðnum fyrir 31. janúar 2020.
Nánari upplýsingar má finna í fyrri fréttum:
Til sjóðsfélaga í Starfsmenntunarsjóði Fíh
Breyttar reglur Styrktarsjóðs
Athygli er vakin á því að einungis virkir sjóðsfélagar geta sótt um styrki. Upplýsingar um styrkhæfni hvers og eins koma fram á mínum síðum.