Hjukrun.is-print-version

Fréttir af kjarasamningum

RSSfréttir
14. febrúar 2020

 

Vaktavinnuhópur samsettur af fulltrúum ASÍ, BHM, BSRB, Fíh, Reykjarvíkurborg, ríki og sveitarfélögum hefur nú að mestu lokið sinni grunnvinnu. Vaktavinnuhópurinn hefur unnið hörðum höndum síðastliðinn mánuð að breytingum á vinnutíma vaktavinnumanna ásamt grundvallar kerfisbreytingum sem stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks. Þetta er stórt sameiginlegt verkefni sem verður útfært eins fyrir þá hópa sem að því koma.

Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) telur þessa kerfisbreytingu vera hjúkrunarfræðingum til hagsbóta.  Stigið er mikilvægt skref í styttingu vinnuvikunnar og aðgreiningu vinnu og einkalífs.

Nú þegar þessari vinnu er lokið mun samninganefnd halda áfram með eiginlegar samningaviðræður við Samninganefnd ríkisins (SNR). Ennþá standa úti veigamiklir þættir í viðræðunum líkt og launaliður. 

Frekari fréttir af samningsviðræðnum verða sendar út þegar Fíh og SNR hafa átt næsta samningafund.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála