26.
febrúar 2020
Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefnd ríkisins (SNR) áttu fyrsta fund undir stjórn ríkissáttasemjara í dag. Á fundinum fóru báðir samningsaðilar yfir stöðu kjaraviðræðna út frá sínu sjónarhorni. Ljóst er að talsvert ber á milli þegar kemur að launalið nýs kjarasamnings.
Nýr samningafundur var boðaður 4. mars 2020. Á milli funda munu samningsaðilar vinna að ýmsum áhersluatriðum. Ekki er hægt að gefa upplýsingar um einstök mál kjaradeilunnar eða efnistök samningafunda.
Samninganefnd Fíh mun halda áfram að upplýsa hjúkrunarfræðinga um stöðu og gang viðræðna eftir því sem möguleiki er á. Haldinn verður fundur með trúnaðarmönnum Fíh í næstu viku og verður boðað til hans á næstu dögum.