5.
mars 2020
Í tilefni af sameiginlegu minnisblaði landlæknis, sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra um yfirstandandi og yfirvofandi verkföll á vinnumarkaði, dagsett 4. mars 2020, vill Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) koma eftirfarandi á framfæri;
Ábyrgð á almannaþjónustu á Íslandi, hvort heldur er öryggis- og löggæsla, heilbrigðisþjónusta eða önnur velferðarþjónusta liggur hjá íslenskum stjórnvöldum, ekki hjá stéttarfélögum.
Kjarasamningar þeirra stéttarfélaga sem nú hafa boðað verkföll frá og með 9. mars 2020 og fleiri stéttarfélaga losnuðu þann 31. mars 2019 og hafa því verið í lausir í rúmlega ellefu mánuði. Viðræður hafa staðið um nýjan kjarasamning í tæpt ár og hafa opinberir viðsemjendur dregið viðræðurnar fram úr hófi. Fátt hefur réttlætt töfina.
Fíh lýsir yfir fullum stuðningi við verkfallsaðgerðir þeirra stéttarfélaga sem munu hefjast þann 9.mars og þeirra sem eru nú þegar eru í verkfalli. Jafnframt vill Fíh hvetja íslensk stjórnvöld til þess að axla ábyrgð er á þeim hvílir og ganga nú þegar til samninga við stórar stéttir opinberra starfsmanna sem sinna almannaþjónustu á Íslandi.
Nánari upplýsingar veitir:
Gunnar Helgason, sviðstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh, í s. 663-5923
Ábyrgð á almannaþjónustu á Íslandi, hvort heldur er öryggis- og löggæsla, heilbrigðisþjónusta eða önnur velferðarþjónusta liggur hjá íslenskum stjórnvöldum, ekki hjá stéttarfélögum.
Kjarasamningar þeirra stéttarfélaga sem nú hafa boðað verkföll frá og með 9. mars 2020 og fleiri stéttarfélaga losnuðu þann 31. mars 2019 og hafa því verið í lausir í rúmlega ellefu mánuði. Viðræður hafa staðið um nýjan kjarasamning í tæpt ár og hafa opinberir viðsemjendur dregið viðræðurnar fram úr hófi. Fátt hefur réttlætt töfina.
Fíh lýsir yfir fullum stuðningi við verkfallsaðgerðir þeirra stéttarfélaga sem munu hefjast þann 9.mars og þeirra sem eru nú þegar eru í verkfalli. Jafnframt vill Fíh hvetja íslensk stjórnvöld til þess að axla ábyrgð er á þeim hvílir og ganga nú þegar til samninga við stórar stéttir opinberra starfsmanna sem sinna almannaþjónustu á Íslandi.
Nánari upplýsingar veitir:
Gunnar Helgason, sviðstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh, í s. 663-5923