6.
mars 2020
Af gefnu tilefni vill Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga beina því til félagsmanna að félagið fylgi fyrirmælum sóttvarnarlæknis varðandi mannamót og fleira vegna kórónaveirunnar. Félagið fylgist vel með gangi mála og mun grípa til varúðarráðstafana ef svo ber undir en ekki er talin ástæða til að fresta fyrirhuguðum fundum og öðrum samkomum að sinni. Athygli er vakin á upplýsingamiðlun sóttvarnalæknis vegna kórónaveirunnar (2019-nCoV) á vef embættis landlæknis. Þar eru upplýsingar til heilbrigðisstarfsfólks, leiðbeiningar og fræðsla fyrir almenning, upplýsingar og fræðsla tengd alþjóðaflugi og fleira. Sóttvarnalæknir mun birta nýjar og mikilvægar upplýsingar á vef embættisins eftir því sem efni standa til. Félagið beinir því til félagsmanna að fylgjast vel með ráðleggingum landlæknisembættis og hafið í huga að handþvottur er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit.