Hjukrun.is-print-version

Tímarit hjúkrunarfræðinga komið út

RSSfréttir
11. mars 2020
Fyrsta tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga 2020 er komið út og hefur verið dreift til félagsmanna.

Fjölbreytt efnistök eru í blaðinu og er meðal annars viðtal við hjúkrunarfræðing sem skellti sér á skólabekk eftir starfslok og lauk doktorsprófi í mannfræði fyrir skömmu, þá 78 ára gömul. Fjallað er um heilsu á flótta en talið er að 70 milljón manns séu á flótta í heiminum í dag. Áhugaverðar fræðslugreinar eru í blaðinu um meðferðarmarkmið í aðdraganda andláts, hjúkrun á geðdeildum. og fyrstu viðbrögð vegna hita hjá ónæmisbældum krabbameinssjúklingum. Þá eru ritrýndar greinar um streitu, kulnun og bjargráð annars vegar, og um áhættuþætti og sjálfsumönnun einstaklinga með kransæðasjúkdóm hins vegar. Forsíðumyndin var tekin af Rudolf Adolfssyni.

Lesa blaðið
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála