Samninganefnd Fíh og Samninganefnd ríkisins áttu samningafund í morgun. Fundurinn var annar fundur samningsaðila eftir að Fíh vísaði deilunni til ríkissáttasemjara í lok febrúar. Samkomulag um vaktavinnu var undirritað í síðustu viku. Á fundinum í dag var launaliður nýs kjarasamnings ræddur ásamt þeim atriðum sem út af standa í viðræðunum. Aðilar voru sammála um að leggja mun meiri þunga í samningaviðræðurnar á næstunni.
Næsti formlegi samningafundur er áætlaður næstkomandi miðvikudag. Á milli funda munu samningsaðilar vinna að ýmsum áhersluatriðum. Ekki er hægt að gefa nánari upplýsingar um einstök mál kjaradeilunnar eða efnistök samningafunda.
Samninganefnd Fíh mun halda áfram að upplýsa hjúkrunarfræðinga um stöðu og gang viðræðna eftir því sem möguleiki er á.