Hjukrun.is-print-version

Þjónusta Fíh á tímum COVID-19

RSSfréttir
16. mars 2020

Á meðan neyðarstig varir vegna útbreiðslu COVID-19 vill Fíh beina þeim tilmælum til félagsmanna að nýta sér rafræna þjónustuþætti félagsins, hringja í síma 540 6400 eða senda tölvupóst á hjukrun@hjukrun.is . Öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er á opnunartíma skrifstofu, kl. 10:00-16:00 alla virka daga.

Styrktarsjóður

Sótt er um Heilsustyrk og fæðingarstyrk á Mínum síðum, og mikilvægt er að hengja öll fylgigögn með umsókninni.

Sjúkradagpeningar

Fylla þarf inn umsóknareyðublað. Mikilvægt er að undirrita umsóknina. Umsókn er hægt að skanna/mynda og senda á sjodir@hjukrun.is

Umsókninni þurfa að fylgja:
• Læknisvottorð
• Launaseðill með starfshlutfalli
• Vottorð vinnuveitanda um tæmingu veikindaréttar
• Skattkort (valkvætt)

Sótt eru um styrk vegna náms, námskeiðs eða ráðstefnu á Mínum síðum. Mikilvægt er að hengja öll fylgigögn með umsókninni.

Fyrirspurnir varðandi styrktarsjóð eða starfsmenntunarsjóð má senda á netfangið sjodir@hjukrun.is

Kjaramál

Hægt er að hafa samband við ráðgjafa kjarasviðs í síma 540 6400. Einnig er hægt að senda tölvupóst á harpa@hjukrun.is og eva@hjukrun.is

Orlofshús

Á orlofsvef Fíh er hægt að skoða og bóka orlofshús á orlofsvef félagsins, sjá hér. Fyrirspurnir má senda á netfangið hjukrun@hjukrun.is
Mikilvægt er að þeir félagsmenn sem nýta sér bústaði eða íbúðir orlofssjóðs gæti sérstaklega vel að þrifum þeirra, allir fletir og yfirborð séu þvegnir með sápu eða hreinlætisefnum og síðan sprittaðir í kjölfarið.

Þeir sem finna til COVID -19 sýkingar einkenna svo sem hita, hósta, bein- vöðvaverkja eða þreytu er beðnir um að fara ekki í bústaði eða íbúðir orlofssjóðs, heldur að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 540-6400 og fá gjaldið endurgreitt. Rétt er að benda á það að vegna aðstæðna endurgreiðir orlofssjóður félagsmönnum að fullu, kjósi félagsmaður að hætta við dvöl í orlofseign vegna COVID-19 faraldursins.

Aðrar áhugaverðar upplýsingar

Réttindi hjúkrunarfræðinga sem þurfa að fara í sóttkví vegna COVID-19 veirunnar 
Upplýsingavefur um COVID-19
Ósk eftir heilbrigðisfólki á útkallslista
Vefur landlæknis

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála