Samninganefnd Fíh og Samninganefnd ríkisins skrifuðu undir nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs á föstudaginn langa. Kynningarefni til hjúkrunarfræðinga er aðgengilegt á Mínum síðum. Til þess að komast inn á síðuna þarf rafræn skilríki eða Íslykil.
Rafrænir kynningarfundir sem haldnir hafa verið eru aðgengilegir á mínum síðum.Einnig hefur verið bætt við svörum við helstu spurningum hjúkrunarfræðinga.
Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar kynni sér vel efni kjarasamningsins, en spurningar má senda á netfangið; kjarasvid@hjukrun.is.
Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn fer fram miðvikudaginn 22. apríl kl. 12:00 til miðvikudagsins 29. apríl kl.12:00. Upplýsingar um atkvæðagreiðslu eru á vefsvæði Fíh, en til að fá aðgengi að kosningu þarf rafræn skilríki eða Íslykil. Bréf um atkvæðagreiðsluna voru póstlögð síðastliðinn föstudag.