Úthlutað var styrkjum úr B-hluta Vísindasjóðs í síðustu viku. Alls sóttu 19 hjúkrunarfræðingar um styrk úr sjóðnum. Styrki hlutu 17 hjúkrunarfræðingar fyrir rannsóknir sem þeir vinna að. Veittir voru styrkir til 10 meistararannsókna, fimm til vísindarannsókna og tveir til doktorsrannsókna að upphæð tæpar 11 miljónir króna. Vegna samkomubanns var ekki hægt að afhenda styrkhöfum formlega styrkina eins og venja er til og því náðist ekki að mynda þá að þessu sinni.
Stjórn Vísindasjóðs óskar styrkhöfum til hamingju með styrkina og góðs gengis í áframhaldandi rannsóknarvinnu þeirra.
Styrkhafar 2020
Arna Rut Gunnarsdóttir, meistararannsókn, Viðhorf svæfingahjúkrunarfræðinga og svæfingalækna til faglegs samstarfs, hlutverka og ábyrgðar.
Árún K. Sigurðardóttir, vísindarannsókn, Mat á áhættu að fá sykursýki tegund 2: Áhrif af hjúkrunarstýðri fræðslu innan heilsugæslu, slembuð rannsókn með snemmtækri íhlutun.
Ásta Jóna Guðmundsdóttir, meistararannsókn, "Þetta er töff": reynsla íslenskra hjúkrunarfræðinga af tímabundnum störfum á norskum hjúkrunarheimilum í gegnum norskar starfsmannaleigur.
Elva Rún Rúnarsdóttir, meistararannsókn, Mat á sjúklingum með sár og samanburður við skráð mat hjúkrunarfræðinga á sjúklingum með sár: Lýsandi rannsókn.
Guðfríður Hermannsdóttir, meistararannsókn, Útskriftarvandi Landspítalans – leit að lausnum.
Guðlaug Hrönn Gunnarsdóttir, meistararannsókn, Lyfjanotkun og líðan aldraðra á Norðurlandi.
Guðrún Kristjánsdóttir, vísindarannsókn, Minningar, reynsla og heilsa foreldra barna með meðfæddan hjartagalla í kjölfar skurðaðgerðar og innlagnar barns á gjörgæsludeild í framandi landi (framhaldsrannsókn).
Guðrún Valdimarsdóttir, meistararannsókn, Reynsla hjúkrunarfræðinga af kulnun í starfi.
Gunnhildur H. Gunnlaugsdóttir, vísindarannsókn, Líðan sjúklinga eftir gerviliðaaðgerð á mjöðm eða hné fyrstu 10 til 14 dagana eftir útskrift og 6 vikum eftir aðgerð.
Gunnhildur M. Kildelund, meistararannsókn, Músíkmeðferð einstaklinga með heilabilunarsjúkdóm: sjáanlegar vísbendingar um líðan.
Hulda S. Bryngeirsdóttir, doktorsrannsókn, Að leita sér hjálpar og eflast eftir kynbundið ofbeldi í nánu sambandi.
Ingibjörg Tómasdóttir, doktorsrannsókn, Afturskyggð ferilrannsókn á einkennum og klínísku ferli íslenskra mænuskaðasjúklinga.
Jóhanna Lind Guðmundsdóttir, meistararannsókn, Líðan í starfi hjá nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum tengd nýju hlutverki, stuðning og aðlögun: rýnihópar.
Marianne Klinke, vísindarannsókn, Klínískt mat og skimun fyrir gaumstoli hjá sjúklingum með heilablóðfall.
Rakel Björg Jónsdóttir, vísindarannsókn, Þarfir foreldra barna á nýburagjörgæsludeild fyrir stuðning frá nánum ættingjum og vinum.
Sandra Sif Gunnarsdóttir, meistararannsókn, Reynsla ungra aðstoðardeildarstjóra af stjórnunarstarfi.
Þórunn Erla Ómarsdóttir, meistararannsókn, Reynsla kvenna með andlega vanlíðan af hugrænni atferlishópmeðferð sem veitt er á heilsugæslu.