Hjukrun.is-print-version

Samningafundur 6. maí

RSSfréttir
6. maí 2020
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefnd ríkisins áttu fund í dag. Um var að ræða annan fund aðila eftir að kjarasamningur hjúkrunarfræðinga var felldur í síðustu viku. Á fundinum var farið yfir ný gögn frá báðum aðilum og næstu skref rædd.

Fram að næsta samningafundi munu aðilar vinna að afmörkuðum verkefnum á óformlegum fundum. Næsti formlegi samningafundur verður miðvikudaginn 13. maí kl 13:00.

Á morgun verður hjúkrunarfræðingum sem starfa á ríkissamningi send könnun frá Maskínu um kjarasamninginn sem var felldur. Hægt verður að svara könnuninni frá 7. - 10. maí og hvetur samninganefnd Fíh hjúkrunarfræðinga til að svara henni.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála