7.
maí 2020
Kjarasamningur sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skrifaði undir þann 10. apríl sl. var felldur í atkvæðagreiðslu hjúkrunarfræðinga í síðustu viku. Í ljósi þessa vill félagið afla frekari upplýsinga um skoðun hjúkrunarfræðinga á kjarasamningnum. Í dag, 7. maí, var hjúkrunarfræðingum sem starfa á ríkissamningi því send könnun frá Maskínu um kjarasamninginn. Hægt verður að svara könnuninni frá 7. - 10. maí og hvetur samninganefnd Fíh hjúkrunarfræðinga til að svara henni.
Kjarasamningurinn sjálfur og kynning á honum er vistað inn á Mínum Síðum á vefsvæði félagsins.