7.
maí 2020
Starfsleyfaskrá heilbrigðistétta sem nær til alla heilbrigðisstétta sem þurfa starfsleyfi landlæknis hefur verið birt á vef embættisins. Leitað var umsagnar Persónuverndar vegna þessarar birtingar og var ekki gerð athugasemd við birtinguna. Einnig kemur fram í skránni ef takmarkanir eru á starfsleyfi heilbrigðisstarfsmanna en ekki hvaða takmörkun er um að ræða nema þegar um er að ræða tímabundin starfsleyfi. Þá eru í skránni upplýsingar um rekstur í heilbrigðisþjónustu og um sérfræðileyfi.